Enn ekki komin niðurstaða um kröfu Stapa í Straum

Tapi Stapi kröfu sinni í Straum gæti það rýrt eign …
Tapi Stapi kröfu sinni í Straum gæti það rýrt eign sjóðsins um 2-4%. mbl.is/Golli

Ekki er enn komin niðurstaða um hvort krafa lífeyrissjóðsins Stapa í þrotabú Straums-Burðarás verður tekin til greina. Lögmannsstofa lífeyrissjóðsins gleymdi að lýsa kröfu í búið fyrir tilskilinn frest. Krafan nemur um fjórum milljörðum króna.

Frestur til að lýsa kröfum rann út 18. júlí sl. en stuttu síðar uppgötvaðist að Stapi hafði ekki skilað inn sinni kröfu. Lífeyrissjóðurinn hefur síðan unnið að því að koma kröfunni að, en til að það geti gerst þurfa 75% annarra kröfuhafa að samþykkja hana.

Lögmenn Stapa eru búnir að kynna málið fyrir öllum kröfuhöfum og liggur fyrir jákvætt svar hjá flestum íslenskum kröfuhöfum. Erfiðara gengur hins vegar að fá svar frá erlendum kröfuhöfum. Lífeyrissjóðurinn hefur lagt áherslu á að útskýra fyrir þeim hverjir standi að baki lífeyrissjóðnum og sannfæra erlendu körfuhafana um að Stapi tengist ekki íslenska ríkinu eða bankakerfinu.

Stapi hefur aflað sér tveggja lögfræðiálita þar sem kemur fram að kröfur sjóðsins ættu að verða hluti af þrotabúinu þátt fyrir vanlýsingu svo fremi að nauðasamningarnir verði samþykktir. Sjóðurinn geti aftur á móti ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu um nauðasamninga. Sjóðurinn þarf hins vegar að höfða dómsmál til að fá þetta staðfest.

Flest bendir til að atkvæði verði greidd um nauðasamninga Straums-Burðarás í júní. Uppgjör á þrotabúinu hefur tafist vegna málaferla. Nýlega féll dómur í héraðsdómi þar sem hafnað var kröfu Landsbankans um að kröfur bankans yrðu flokkaðar sem forgangskröfur. Búist er við að þeim dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK