Gera má fastlega ráð fyrir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til útlanda auki til muna fjármagnskostnað margra íslenskra fyrirtækja, stofnana og opinberra aðila.
Undanfarna daga hefur í Morgunblaðinu verið fjallað um áhrif þessa nýja skatts, sem m.a. felast í því að erlend fjármögnunarfyrirtæki eru nú að yfirgefa landið, en þau hafa undanfarin ár greitt milljarða króna í tekjuskatt til ríkisins.
Skattinum er, samkvæmt orðanna hljóðan, beint gegn erlendum lánardrottnum Íslendinga. Þeir eiga að greiða 15-18 prósenta skatt af vaxtatekjum, sem verða til hér á landi. Vegna almennra ákvæða í skuldabréfum má hins vegar slá því föstu að það verða íslensku lántakendurnir sem munu þurfa að borga brúsann.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.