Kröfuhafar spyrjast fyrir um erlend lán

Á síðasta kröfuhafafundi Landsbankans, sem fór fram 24. febrúar síðastliðinn, spurði fulltrúi Deutsche Bank skilanefnd að því hvort heimilt væri samkvæmt íslenskum lögum að binda lán við erlenda gjaldmiðla.

Svör skilanefndar voru á þá leið að allar líkur væru á að áhrifin yrðu óveruleg, hvernig sem endanlegar dómsniðurstöður yrðu. Ómögulegt væri að spá fyrir um hver niðurstaða Hæstaréttar yrði í þessum efnum.

„Þar að auki væri réttarstaða hvers máls sérstök og virtist byggjast á eðli og efni undirliggjandi lánaskjala í hverju tilfelli. Þrátt fyrir nokkra óvissu er talið, eins og áður segir, vandséð að myntkörfumálin hafi sérstök áhrif í tilviki bankans,“ svaraði skilanefnd fyrirspurn Morgunblaðsins í gær.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka