Lánshæfismat mun lækka

Greining Íslandsbanka segir, að verði niðurstaðan sú í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag, að Icesave-lögunum verði hafnað muni muni lánshæfismat ríkisjóðs að öllum líkindum lækka en matsfyrirtækin hafi undanfarnar vikur ítrekað  hversu mikilvæg lausn Icesave-málsins sé fyrir lánshæfismat ríkisjóðs.

Lánshæfismat ríkisjóðs er nú á neikvæðum horfum hjá þremur af þeim fjórum matsfyrirtækjunum sem greina lánshæfi ríkissjóðs. Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu, að líklegt sé að þau kveði upp dóm sinn fljótlega eftir að niðurstaða fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir.

Þá muni synjun og frekari seinagangur varðandi Icesave hafa þau áhrif að frekari seinkun verði á lánafyrirgreiðslum Norðurlandaþjóðanna sem og á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK