Lausafjárskortur ýtti VBS í fang FME

Jón Þórisson framkvæmdastjóri VBS.
Jón Þórisson framkvæmdastjóri VBS.

„Þetta var talin heppileg leið sem getur tryggt fyllsta jafnræði milli kröfuhafa,“ segir Jón Þórisson, forstjóri VBS, í samtali við Morgunblaðið. Stjórn Fjármálaeftirlitsins samþykkti um kaffileytið í gær beiðni VBS um að bráðabirgðastjórn yrði skipuð bankanum.

Jón segir að skipanin hafi sömu réttaráhrif og greiðslustöðvun með úrskurði dómstóla, en sé þó mun vægara úrræði. Hann segir nauðasamninga líklega niðurstöðu endurskipulagningar VBS: „Það eru auðvitað hagsmunir lánardrottna sem ráða ferðinni, hluthafarnir koma á eftir þeim,“ segir Jón, sem nefnir að hlutafé hafi þó ekki verið niðurfært enn sem komið er.

Jón segir að vandræði bankans hafi fyrst og fremst verið vegna lausafjárskorts. Uppgjöri fyrir árið 2009 er ekki lokið, en Jón telur að eiginfjárhlutfall bankans sé í dag í kringum 8%. VBS fékk 26 milljarða króna lán frá ríkinu í mars á síðasta ári, en heildarskuldir bankans í dag eru um 39 milljarðar. Jón segir að fyrsta vaxtagreiðslan af láninu, sem var á gjalddaga 27. desember, hafi ekki verið greidd: „Það er 3,5 milljarða reiðufjártrygging inn á reikning hjá Seðlabankanum, frestun afborgunar var í samstarfi við þá.“

Jón segir að engum hafi verið sagt upp í gær. Allir starfsmenn VBS munu mæta á morgun og sinna sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK