Nauðasamningar Bakkavarar samþykktir

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.

Kröfuhafar í Bakkavör Group samþykktu á fundi í dag nauðasamninga félagsins. Ef héraðsdómur staðfestir niðurstöðuna eignast kröfuhafar félagið að fullu en núverandi aðaleigendur, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eiga kost á að eignast hlut í því síðar ef því tekst að greiða skuldir sínar.

Nauðasamningarnir voru samþykktir af um 90% kröfuhafa og þeir sem samþykktu eiga um 98% krafna í félagið.

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga háar kröfur í Bakkavör. Flestir þeirra samþykktu samningana en einhverjir sátu hjá.

Ágreiningur er enn um hluta krafna Kaupþings banka á hendur félaginu.

Samþykktar kröfur voru rúmir sextíu milljarðar kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK