Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur ekki áhrif á aðstoð AGS

Reuters

Samkomulag við bresk og hollens stjórnvöld um Icesave-skuldbindingar íslenskra ríkisins er ekki forsenda fyrir áframhaldandi aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Caroline Atkinson, talsmanni sjóðsins.

Ennfremur er haft eftir henni að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardaginn hafi því ekki bein áhrif á áframhaldandi aðstoð en hinsvegar veltur hún á því að áframhald verði á fjármögnun annarra ríkja og vísar það með til gjaldeyrislána Norðurlandanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK