Samkomulag við bresk og hollens stjórnvöld um Icesave-skuldbindingar íslenskra ríkisins er ekki forsenda fyrir áframhaldandi aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir Caroline Atkinson, talsmanni sjóðsins.
Ennfremur er haft eftir henni að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardaginn hafi því ekki bein áhrif á áframhaldandi aðstoð en hinsvegar veltur hún á því að áframhald verði á fjármögnun annarra ríkja og vísar það með til gjaldeyrislána Norðurlandanna.