Hagnaður TM 2,9 milljarðar króna

Tryggingamiðstöðin
Tryggingamiðstöðin mbl.is/Kristinn

Hagnaður Trygg­inga­miðstöðvar­inn­ar nam 2.928 millj­ón­um króna á síðasta ári en árið 2008 nam tap fé­lags­ins 17.608 millj­ón­um króna. Eigið fé TM var í árs­lok 2009 8.039 millj­ón­ir króna og var eig­in­fjár­hlut­fallið 28%. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins námu í árs­lok 28,5 millj­örðum króna. Stoðir, áður FL Group, eiga 99,9% hlut í TM. Helstu eig­end­ur Stoða eru Nýi Lands­bank­inn og Glitn­ir en bank­arn­ir voru helstu kröfu­haf­ar í bú fé­lags­ins á síðasta ári.

Hagnaður TM af reglu­legri starf­semi á ár­inu 2009 var 237 millj­ón­ir króna sam­an­borið við 5.529 millj­ón króna tap árið 2008. Hagnaður af vá­trygg­inga­starf­semi var 342 m.kr. fyr­ir skatta sam­an­borið við 166 m.kr.
hagnað 2008.  Eig­in iðgjöld juk­ust um 5% og voru 9.431 m.kr. sam­an­borið við 8.980 m.kr. á ár­inu 2008. Eig­in tjóna­kostnaður lækkaði um 5% og var 8.858 m.kr. á ár­inu 2009 sam­an­borið við 9.373 m.kr. 2008. Rekstr­ar­kostnaður lækkaði um 6% og var 2.192 m.kr. á ár­inu 2009 sam­an­borið við 2.320 m.kr. 2008.

Laun for­stjóra 28 millj­ón­ir króna

Laun for­stjóra TM, Sig­urðar Viðars­son­ar, námu rúm­um 28 millj­ón­um króna á síðasta ári og hafa hækkað á milli ára en árið 2008 var hann með 26,9 millj­ón­ir króna í laun. 

Stjórn­ar­formaður TM, Jón Sig­urðsson sem einnig er fram­kvæmda­stjóri Stoða, fékk laun og hlunn­indi upp á 1,8 millj­ón­ir króna greidd­ar frá TM á síðasta ári.

Hér er hægt  að skoða árs­reikn­ing fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK