Fjórir bandarískir bankar féllu um helgina

Reuters

Bandarísk stjórnvöld lokuðu á föstudagskvöld  fjórum bönkum. Hafa þá 26 bandarískir bankar fallið það sem af er þessu ári, að sögn Reutersfréttastofunnar.

Stærsti bankinn, sem féll um helgina, var Sun American Bank í Boca Raton í Flórída. Bankinn rak 12 útibú í Flórída með 444 milljónir dala á innlánsreikningum, jafnvirði 57 milljarða dala. 

Þá var Centennial Bank í Odgen í Utah, Waterfield Bank í Germantown í Maryland og Bank of Illinois of Normal í Illinois lokað.

Það sem hefur einkum valdið bönkunum erfiðleikum eru miklar afskriftir á fasteignalánum.  Bandarísk stjórnvöld segja, að búast megi við að margir bankar þurfi að hætta starfsemi á þessu ári. Á síðasta ári var 140 bönkum lokað í Bandaríkjunum og 25 bönkum árið 2008.  Aðeins 3 bankar þurftu að hætta starfsemi árið 2007. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka