Bandarísk stjórnvöld lokuðu á föstudagskvöld fjórum bönkum. Hafa þá 26 bandarískir bankar fallið það sem af er þessu ári, að sögn Reutersfréttastofunnar.
Stærsti bankinn, sem féll um helgina, var Sun American Bank í Boca Raton í Flórída. Bankinn rak 12 útibú í Flórída með 444 milljónir dala á innlánsreikningum, jafnvirði 57 milljarða dala.
Þá var Centennial Bank í Odgen í Utah, Waterfield Bank í Germantown í Maryland og Bank of Illinois of Normal í Illinois lokað.
Það sem hefur einkum valdið bönkunum erfiðleikum eru miklar afskriftir á fasteignalánum. Bandarísk stjórnvöld segja, að búast megi við að margir bankar þurfi að hætta starfsemi á þessu ári. Á síðasta ári var 140 bönkum lokað í Bandaríkjunum og 25 bönkum árið 2008. Aðeins 3 bankar þurftu að hætta starfsemi árið 2007.