Óvissa í Grikklandi veikir evru

Fjárfestar velta fyrir sér næsta skrefi grískra stjórnvalda.
Fjárfestar velta fyrir sér næsta skrefi grískra stjórnvalda. REUTERS

Gengi evrunnar féll í viðskiptum á Asíu-mörkuðum í nótt, þar sem fjárfestar bíða eftir nýjum upplýsingum um hvað grísk stjórnvöld hyggjast gera í skuldavanda sínum. Gengi evrunnar féll í 1,3614 í viðskiptum í Tokyo, eftir að hafa endað í 1,3631 í viðskiptum í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Óvissa um framhaldið á Grikklandi hafði ekki bara áhrif á evruna, heldur varð einnig til að veikja áhuga fjárfesta á að kaupa bresk pund, enda hafa fjárfestar áhyggjur af því að staða mála á evrusvæðinu kunni að hafa áhrif á Bretlandi.

Meðal þess sem fjárfestar bíða eftir, eru viðræður á milli gríska forsætisráðherrans George Papandreou og Baracks Obama bandaríkjaforseta, sem fram fara í Washington í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK