Veldi byggt á skuldum

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir Brynjar Gauti

Tveir af umdeildustu útrásarvíkingum Íslands, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, geta aftur náð yfirráðum yfir hluta viðskiptaveldis síns á sama tíma og reiði almennings á Íslandi eykst vegna þess kostnaðar sem fellur á hinn almenna borgara vegna kreppunnar. Þetta kemur fram í grein í Guardian í dag. Fjallar blaðið ýtarlega um veldi bræðranna og segir í fyrirsögn blaðsins:Íslenskir auðjöfrar gætu aftur náð yfirráðum yfir veldi sem byggt var upp á skuldum.

Í greininni er fjallað um að yfir 90% kröfuhafa hafi samþykkt nauðasamninga Bakkavarar í síðustu viku. Það þýði að í stað þess að félagið fari í þrot og bræðurnir Ágúst og Lýður missi sinn hlut í félaginu, eigi þeir enn möguleika á að eignast 25% hlut í félaginu á ný. Jafnframt muni þeir áfram vera við stjórnvölinn hjá Bakkavör. 

Segir í Guardian að margir Íslendingar eru reiðir út í hina svo kölluðu „útrásarvíkinga“, þar á með bræðurna Ágúst og Lýð sem stýrðu félögum sem skráð voru á hlutabréfamarkaði. Félögin voru í endalausum skuldsettum yfirtökum, einkum og sér í lagi í Bretlandi. Náin tengsl voru með bræðrunum og íslensku bönkunum sem fjármögnuðu þá.

Með þessum endalausu skuldsettu yfirtökum er Bakkavör einn helsti framleiðandi tilbúinna rétta sem seldir eru í verslunum, til að mynda pítsum, eftirréttum, salati, súpum og ídýfum.

Bræðurnir, sem þekktir eru undir heitinu „Bakkabræður", horfðu á stærstan hluta pappírsauðæfa sinna hverfa þegar Kaupþing féll árið 2008. Í greininni er einnig fjallað um krosseignatengsl bræðranna og Kaupþings meðal annars í gegnum fjárfestingafélagið Exista en þeir voru helstu eigendur bankans og um leið félög þeim tengd áberandi í lánabók Kaupþings sem var birt á Wikileaks í fyrra.

En þeir Bakkabræður eru ekki einu íslensku kaupsýslumennirnir sem Guardian fjallar um í dag. Jafnframt er fjallað um Björgólf Guðmundssson og Jón Ásgeir Jóhannesson. 

Segir Guardian að Björgólfur hafi ásamt syni sínum, Björgólfi Thor, byggt veldi sitt á bjórsölu í Rússlandi. Þeir feðgar hafi keypt Landsbankann af ríkinu þegar bankinn var einkavæddur og í kjölfarið orðið ríkustu menn Íslands sem meðal annars rötuðu inn á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Nú sé Björgólfur Guðmundsson gjaldþrota.

Jón Ásgeir er sagður hafa breytt Bónus yfir í smásöluveldið Baug. Hann hafi hins vegar glatað öllu að mestu eftir að hafa fjárfest víða í breskri smásölu.

Sjá nánar hér

Frekari umfjöllun Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK