80% tóku tilboði Kaupþings

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Alls þáðu 80% viðskipta­vina fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Acta í Svíþjóð sem keyptu gjald­eyr­is­skulda­bréf af Kaupþingi nokk­urs kon­ar skaðabæt­ur frá Kaupþingi. Kaupþing bauðst til þess í fe­brú­ar að  af­skrifa 40% af skuld­um viðskipta­vina Actas auk þess sem fólk fær auka­lega þriggja mánaða frest til þess að greiða eft­ir­stöðvar skuld­anna. Þeir sem þiggja til­boðið fyr­ir­gefa rétti sín­um til þess að sækja rétt sinn gagn­vart Acta og Kaupþingi fyr­ir dómi.

For­saga máls­ins er sú að á ár­un­um 2006 og 2007 fóru rúm­lega 3.200 Sví­ar að ráði Acta og fjár­festu í svo­nefnd­um vaxta­reikn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins sem byggðu á  gjald­eyr­is­skulda­bréf­um gefn­um út af Lehm­an Brot­h­ers.

Acta átti á þess­um tíma í sam­vinnu við Kaupþing, en marg­ir viðskipta­vina Actas tóku lán hjá Kaupþingi til þess að geta fjár­fest í gjald­eyr­is­skulda­bréf­un­um. Al­geng­ast var að fólk tæki rúm­lega 6 millj­ón­ir króna að láni. Hug­mynd­in var að viðskipta­vin­irn­ir stæðu í skuld við Kaupþing en ættu jafn­framt kröfu á hend­ur Lehm­an.

Um­fjöll­un E24 í dag

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK