Alls þáðu 80% viðskiptavina fjármálafyrirtækisins Acta í Svíþjóð sem keyptu gjaldeyrisskuldabréf af Kaupþingi nokkurs konar skaðabætur frá Kaupþingi. Kaupþing bauðst til þess í febrúar að afskrifa 40% af skuldum viðskiptavina Actas auk þess sem fólk fær aukalega þriggja mánaða frest til þess að greiða eftirstöðvar skuldanna. Þeir sem þiggja tilboðið fyrirgefa rétti sínum til þess að sækja rétt sinn gagnvart Acta og Kaupþingi fyrir dómi.
Forsaga
málsins er sú að á árunum 2006 og 2007 fóru rúmlega 3.200 Svíar að ráði
Acta og fjárfestu í svonefndum vaxtareikningum fyrirtækisins sem byggðu
á gjaldeyrisskuldabréfum gefnum út af Lehman Brothers.
Acta
átti á þessum tíma í samvinnu við Kaupþing, en margir viðskiptavina
Actas tóku lán hjá Kaupþingi til þess að geta fjárfest í
gjaldeyrisskuldabréfunum. Algengast var að fólk tæki rúmlega 6
milljónir króna að láni. Hugmyndin var að viðskiptavinirnir stæðu í
skuld við Kaupþing en ættu jafnframt kröfu á hendur Lehman.