Seðlabanki Evrópu mun skoða hugmynd Þjóðverja um að stofna Gjaldeyrissjóð Evrópu, en honum yrði ætlað að virka á svipaðan hátt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir, það er að koma skuldsettum aðildarríkjum evrusvæðisins til aðstoðar þegar þörf er á.
Forstjóri Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet said, segir að bankinn hafni ekki hugmyndinni á þessu stigi málsins. Fara þurfi ofan í saumana á hugmyndinni.
Jürgen Stark, aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, hefur hins vegar varað við því að þetta gæti kostað gríðarlega fjármuni og ýtt undir ósjálfstæði skuldsettari ríkja.