Aldrei meiri þörf fyrir lánsfé

Lánsfjárþörf ríkja Evrópu hefur aldrei verið jafnmikil og kemur jafnvel …
Lánsfjárþörf ríkja Evrópu hefur aldrei verið jafnmikil og kemur jafnvel til með að aukast. Reuters

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s spáir því að lánsfjárþörf ríkja Evrópu á þessu ári nemi um 1.446 milljörðum evra, rúmum 251 þúsund milljörðum króna. Lánsfjárþörfin er þá sex sinnum hærri en hún var árið 2007 og slær út fyrra met frá árinu 2009 með um 390 milljarða aukningu. Samkvæmt S&P er reiknað með að samtals muni um 46 af 50 ríkjum Evrópu þurfa á þessum fjárhæðum að halda til að fjármagna sig.

Greinir hjá Standard og Poor segir bágar efnahagsaðstæður koma niður á tekjum ríkjanna sem þurfi að leggja meira út vegna aukins atvinnuleysis og stuðningsaðgerða ríkisstjórna til að rétta efnahagslífið  við.

Samkvæmt sérfræðingnum má búast við að lánsfjárþörfin aukist enn frekar. Belgía, Ítalía, Írland og Portúgal þurfi t.d. að endurfjármagna fimmtung af þjóðarframleiðslunni í ár.

Frétt Berglinske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK