Kreditkortaveltan 24,5 milljarðar króna

Kreditkort
Kreditkort Reuters

Kreditkortavelta Íslendinga nam 24,5 milljörðum króna í febrúarmánuði sem er um tveimur milljörðum króna meiri velta heldur en fyrir ári síðan, í krónum talið. Segir Greining Íslandsbanka, að þetta gefi vísbendingar um að einkaneysla sé að byrja að taka við sér að nýju eftir mikinn samdrátt.

 Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þróun verðlags og gengis er ljóst að velta á kreditkortum var 1,4% meiri að raungildi í febrúar borið saman við febrúar 2009. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem að heildarkreditkortavelta landans eykst að raunvirði frá sama mánuði árið á undan, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

„Þessi viðsnúningur er ekki síst tilkominn vegna aukinnar notkunar landsmanna á kreditkortum erlendis sem hrundi með bönkunum haustið 2008 samhliða því sem utanlandsferðir Íslendinga drógust saman um allt að þriðjung.

Núna sýna tölur Ferðamálastofu hinsvegar að Íslendingar láta í auknum mæli undan útþrá sinni og þessar tölur endurspegla það. Þessi viðsnúningur í þróun kreditkortaveltu  gefur vísbendingu um að byrjað sé að vinda ofan af þeim samfellda samdrætti sem varað hefur yfir í kreditkortaveltu allt frá síðsumri 2008," segir í Morgunkorni.

Greining Íslandsbanka segir, að kortavelta gefi góða vísbendingu um þróun einkaneyslu. Sé kortavelta að ná jafnvægi gæti það því gefið vísbendingu um að einkaneysla byrji senn að taka við sér eftir gríðarlegan samdrátt síðustu missera. 

Segir bankinn, að kortavelta hafi verið 3,6% minni að raungildi í nýliðnum febrúa  en í febrúar síðasta árs en samdráttur á þennan mælikvarða fari minnkandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK