Segir að hagvöxtur þurfi að vera 5%

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins telja að það þurfi 5% árlegan hagvöxt til ef skapa á nógu mörg störf til að það dragi úr atvinnuleysi. Þetta kemur fram í leiðara Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í nýju fréttabréfi samtakanna.

„Samtök atvinnulífsins hafa sett fram markmið um að þjóðin hafi endurheimt fyrra atvinnustig og lífskjör á árinu 2015. Þetta er hægt með því að setja atvinnusköpun í forgang, sérstaklega með fjárfestingum og vexti í útflutningsgreinum. Núverandi spár gera ráð fyrir 2% árlegum hagvexti en það er of lítið til þess að nógu mörg störf skapist til að það dragi úr atvinnuleysinu.

Náist 3,5% hagvöxtur á næstu árum er árangur samt ekki nægur til að eyða atvinnuleysi. Það þarf að setja djarfari hagvaxtarmarkmið og stilla saman strengi til þess að ná þeim. Um 5% árlegan hagvöxt þarf til," segir í leiðaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK