Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins

CHARLES PLATIAU

Erlendir sérfræðingar í skuldavandamálum fullvalda ríkja hafa kynnt íslenskum ráðamönnum þá skoðun sína að skuldir ríkisins séu því algerlega ofviða. Að þeirra mati breyta hagstæðari kjör á Icesave-lánum frá hollenskum og breskum stjórnvöldum engu um þá óumflýjanlegu staðreynd að ekki verði komist hjá greiðsluaðlögun og niðurfellingu skulda.

Telja þeir að eina úrræðið sé að leita til Parísarklúbbsins svokallaða en það sé hinn rétti vettvangur til þess að leysa skuldavanda ríkisins. Þessi ráðgjöf hefur fallið í grýttan jarðveg hér heima samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Þeir erlendu sérfræðingar sem blaðið hefur rætt við telja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslensk stjórnvöld vanmeti skuldavanda ríkisins og getu þess til þess að standa straum af þeim skuldum.

Svo virðist sem þessi skoðun endurspeglist á markaðnum með skuldatryggingaálagi ríkissjóðs en þrátt fyrir að það hafi lækkað að undanförnu telst það enn mjög hátt og endurspeglar verðlagningin umtalsverða hættu á greiðslufalli.

Hvað er Parísarklúbburinn?

Parísarklúbburinn er óformleg samtök ríkustu þjóða heims og hefur það verkefni að fást við skuldavanda fullvalda ríkja. Samstarfsvettvangurinn spratt upp úr samvinnu vegna skuldavandræða Argentínu á sjötta áratug síðustu aldar. Frá þeim tíma hefur enginn skortur verið á verkefnum fyrir klúbbinn.

Þrátt fyrir að fyrstu áratugina hafi mest borið á vandamálum þróunarríkja sem hafa verið skuldum vafin hefur Parísarklúbburinn á síðari tímum haft vandamál þróaðri hagkerfa til úrlausnar. Í þeirra hópi eru ríki á borð við Rússland, Pólland, Tyrkland og Króatíu. Samkvæmt Evian-samkomulaginu eru úrræði fyrir þau ríki sem leita til Parísarklúbbsins ákveðin í hverju tilviki fyrir sig og fulla samstöðu meðal þeirra ríkja sem tilheyra klúbbnum þarf til þess að mál nái fram að ganga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK