Einkabankaarmur alþjóðlega bankans HSBC í Sviss upplýsti í dag, að fyrrum tölvusérfræðingi bankans hafi tekist að komast yfir upplýsingar um 24 þúsund viðskiptavini fyrir 3 árum.
Herve Falciani, sem starfaði hjá HSBC sem tölvufræðingur fyrir þremur árum, komst yfir þessar upplýsingar og kom þeim m.a. á framfæri við frönsk stjórnvöld sem hafa notað þær til að rannsaka hvort Frakkar, sem áttu inneignir á leynilegum reikningum í Sviss, hafi svikið undan skatti.
ankaarmur alþjóðlega bankans HSBC í Sviss upplýsti í dag, að væntanlega hafi fyrrum tölvusérfræðingi bankans tekist að komast yfir upplýsingar um 24 þúsund viðskiptavini fyrir 3 árum. Hafa þessar upplýsingar síðan m.a. verið notaðar til að rannsaka hvort viðskiptavinir bankans hafi svikið undan skatti.
Alexandre Zeller, forstjóri HSBC í Sviss, sagði að 9000 af þessum viðskiptavinum væru nú hættir viðskiptum við bankann og hinir 15 þúsund hefðu margir hverjir lýst miklum áhyggjum af upplýsingastuldinum.
Svissneska fjármálaeftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á öryggisbrestinum hjá HSBC og segir að um sé að ræða mikið magn af gögnum. Bankinn sagði í desember, ekki væri vitað til að gögnin næðu yfir nema um 10 viðskiptavini.
Bankinn bað í dag viðskiptavini sína afsökunar og sagði að nú fyrst væri að koma í ljós hve upplýsingastuldurinn væri umfangsmikill. Zeller sagði að eingöngu væri um að ræða upplýsingar um franska viðskiptavini.
Falciani, sem starfaði hjá HSBC sem tölvufræðingur fyrir þremur árum, komst yfir þessar upplýsingar og kom þeim m.a. á framfæri við frönsk stjórnvöld sem hafa notað þær til að rannsaka hvort Frakkar, sem áttu inneignir á leynilegum reikningum í Sviss, hafi svikið undan skatti.
Ónefndur uppljóstrari bauðst nýlega til að selja þýskum stjórnvöldum upplýsingar um þýska reikningseigendur í ónafngreindum svissneskum banka.