Birna: Erum að nota svigrúmið

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, seg­ir að upp­gjör bank­ans fyr­ir árið 2008 sýni meðaltals­hlut­föll lána­safna sem færð voru yfir í bank­ann. Sama af­skrift eigi ekki við um öll lán bank­ans. „Þessi hlut­föll lágu fyr­ir og voru hluti af sam­komu­lagi rík­is­stjórn­ar Íslands og kröfu­hafa gamla bank­ans í októ­ber 2009 þegar Glitn­ir, fyr­ir hönd kröfu­hafa, ákvað að eign­ast 95% i bank­an­um,” seg­ir Birna í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Birna seg­ir virði lána­safn­anna end­ur­spega þá miklu óvissu sem ríkti um heimt­ur þeirra þegar nýji bank­inn var stofnaður í októ­ber 2008: „Það er ljóst að sum þeirra munu inn­heimt­ast að fullu, önn­ur að hluta og svo önn­ur alls ekki. Bank­inn þarf því að gera ráð fyr­ir tölu­verðum van­heimt­um í bók­um sín­um og geta mætt þeim þegar að því kem­ur.”

Bank­inn nýt­ir svig­rúmið

Banka­stjór­inn bend­ir á að Íslands­banki sé nú þegar að nú þegar að nýta það svig­rúm sem hann hef­ur til af­skrifta, bæði gagn­vart ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um. „Stærri hluti þeirra lána sem flutt voru yfir sam­kvæmt samn­ing­um ís­lenska rík­is­ins og kröfu­hafa voru í er­lendri mynt.” Birna bend­ir á að kröfu­haf­ar vilji fá end­ur­heimt­ur af lán­um sín­um í gegn­um góðan rekst­ur bank­ans. Ráðgjaf­ar hafi bent á að verðmæti yf­ir­færðra eigna ætti að vera mun meira en raun­in varð á.

Bank­arn­ir hafi borð fyr­ir báru

Kröfu­haf­ar vilji fá end­ur­heimt­ur af lán­um sínu í gegn­um góðan rekst­ur bank­ans. „Í því sam­bandi má benda á að ráðgjaf­ar skila­nefnd­ar og sér­fræðing­ar sem ráðnir voru til að gera út­tekt á lána­safn­inu töldu að verðmæti yf­ir­færðra eigna ætti að vera mun meira en raun varð á."

„Við skul­um vera al­veg hrein­skil­in og horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann,” seg­ir Birna. „Til þess að tak­ast á við end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja og heim­ila er nauðsyn­legt bank­arn­ir hafi borð fyr­ir báru. Það síðasta sem við þurf­um á að halda er að bank­arn­ir hafi ekki bol­magn til þess að koma þeim fyr­ir­tækj­um og heim­il­um sem á þurfa að halda gegn­um erfiðleik­ana.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK