Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að uppgjör bankans fyrir árið 2008 sýni meðaltalshlutföll lánasafna sem færð voru yfir í bankann. Sama afskrift eigi ekki við um öll lán bankans. „Þessi hlutföll lágu fyrir og voru hluti af samkomulagi ríkisstjórnar Íslands og kröfuhafa gamla bankans í október 2009 þegar Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, ákvað að eignast 95% i bankanum,” segir Birna í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Birna segir virði lánasafnanna endurspega þá miklu óvissu sem ríkti um heimtur þeirra þegar nýji bankinn var stofnaður í október 2008: „Það er ljóst að sum þeirra munu innheimtast að fullu, önnur að hluta og svo önnur alls ekki. Bankinn þarf því að gera ráð fyrir töluverðum vanheimtum í bókum sínum og geta mætt þeim þegar að því kemur.”
Bankinn nýtir svigrúmið
Bankastjórinn bendir á að Íslandsbanki sé nú þegar að nú þegar að nýta það svigrúm sem hann hefur til afskrifta, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. „Stærri hluti þeirra lána sem flutt voru yfir samkvæmt samningum íslenska ríkisins og kröfuhafa voru í erlendri mynt.” Birna bendir á að kröfuhafar vilji fá endurheimtur af lánum sínum í gegnum góðan rekstur bankans. Ráðgjafar hafi bent á að verðmæti yfirfærðra eigna ætti að vera mun meira en raunin varð á.
Bankarnir hafi borð fyrir báruKröfuhafar vilji fá endurheimtur af lánum sínu í gegnum góðan rekstur bankans. „Í því sambandi má benda á að ráðgjafar skilanefndar og sérfræðingar sem ráðnir voru til að gera úttekt á lánasafninu töldu að verðmæti yfirfærðra eigna ætti að vera mun meira en raun varð á."
„Við skulum vera alveg hreinskilin og horfast í augu við raunveruleikann,” segir Birna. „Til þess að takast á við endurskipulagningu fyrirtækja og heimila er nauðsynlegt bankarnir hafi borð fyrir báru. Það síðasta sem við þurfum á að halda er að bankarnir hafi ekki bolmagn til þess að koma þeim fyrirtækjum og heimilum sem á þurfa að halda gegnum erfiðleikana.”