Óvænt söluaukning hjá bandarískum smásöluaðilum í febrúar hefur aukið á bjartsýni þar í landi um að efnahagur þar sé á réttri leið þrátt fyrir samdrátt í bílasölu en einnig hafði verið búist að slæmt veðurfar drægi úr verslun. Alls nam aukningin um 0,3% en en neytendur keyptu allt frá nauðsynjum til lúxusvara.
Endurskoðaðar tölur frá í janúar sýna að þá nam aukningin aðeins um 0,1% en áður hafði verið tilkynnt um 0,5% aukningu í smásölu í janúar í Bandaríkjunum.