Gerðu ráð fyrir miklu útlánatapi

Langstærstur hluti taps Arion banka er vegna verðbréfa sem nú …
Langstærstur hluti taps Arion banka er vegna verðbréfa sem nú eru verðlaus. Árni Sæberg

Ari­on banki gerði ráð fyr­ir miklu út­lánatapi við mat á heild­ar­lána­safni við flutn­ing þess frá gamla Kaupþingi. Þetta seg­ir í svör­um bank­ans við því hvers vegna af­skrift­in sem bank­inn fékk á lána­safnið frá Kaupþingi fær­ist ekki yfir á lán­tak­end­ur. „Lang­stærst­ur hluti þessa taps er vegna lána gamla Kaupþings til eign­ar­halds­fé­laga sem voru með trygg­ingu í verðbréf­um sem nú eru verðlaus. Þetta út­lánatap er ekki verðmæti sem Ari­on banki hef­ur til ráðstöf­un­ar og því geta meðaltalsút­reikn­ing­ar í þess­um efn­um verið vill­andi." 

Bank­inn nýti það svig­rúm sem hann hef­ur til að koma til móts við viðskipta­vini og hafi hann lengst  banka og stofn­anna hér á landi til að koma til móts við viðskipta­vini sína.

Mat bank­ans sé að „með þeim sér­tæk­um lausn­um sem standa ein­stak­ling­um og heim­il­um til boða, sem og öðrum þátt­um sem leiða til af­skrifta, svo sem greiðslu­jöfn­un eða gjaldþrot ein­stak­linga, muni bank­inn nýta allt það svig­rúm sem hann hef­ur, viðskipta­vin­um í hag.“

Á annað þúsund viðskipta­vin­ir hafi þegar nýtt sér lausn­ir Ari­on banka.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK