Eftirspurn eftir olíu í Kína jókst um
28% á milli ára ef tekið er mið af mælingum í janúar á þessu ári og því síðasta,
samkæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA).
Stofnunin spáir því einnig að eftirspurn aukist eftir olíu aukist enn frekar á árinu vegna aukinnar eftirspurnar á nýmörkuðum þar sem helmingur eftirspurnar kemur frá Asíu. Hins vegar muni lítillega draga úr eftirspurn frá þróunarlöndum.
IEA hefur aukið við eftirspurnarspá sína eftir olíu á árinu um 1,8% og gerir ráð fyrir að þörfin verði um 86,6 milljónir tunna á dag.
Hvað þróun olíuverðs varðar segir stofnunin að hækkun síðustu tveggja mánaða hafi átt sér rætur í landfræðilegum deilum en mikið framboð olíu komi til með að jafna hana út.