Keypti sér kröfu á Fons

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður keypti 203.000 króna kröfu af Skeljungi sem félagið hafði lýst í þrotabú Fons, fjárfestingafélag Pálma Haraldssonar. Skiptastjóri Fons komst að raun um þetta þegar Sigurður mætti á fund kröfuhafa félagsins þar sem ræða átti næstu skref í málsóknum þrotabúsins vegna kröfu um kyrrsetningar á eignum Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Þrotabúið hefur höfðað fjölda riftunarmála meðal annars vegna milljarðsgreiðslu til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Sigurður flytur mál Jóns Ásgeirs í riftunarmáli þrotabúsins gegn Jóni. Sigurður er einnig fyrrverandi stjórnarformaður Fons.

Krókur á móti bragði

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Fons, segir að óheppilegt hafi verið að lögmaður Jóns Ásgeirs yrði viðstaddur fund kröfuhafa þar sem riftunarmálum gegn meðal annars honum yrðu rædd. Eftir fundinn, sem var ekki formlegur skiptafundur, fékk skiptastjórinn því samþykki allra kröfuhafa annarra en Sigurðar til að borga allar kröfur í þrotabú Fons sem eru lægri en 500.000 krónur. Kröfurnar sem Sigurður keypti falla meðal annars í þann flokk, og þar með var hann ekki lengur í kröfuhafahópi Fons.

Sigurður er sagður hafa brugðist ókvæða við þessu og neitaði að taka við greiðslu. Skiptastjórar Fons gripu til þess ráðs að senda reiðufé til Sigurðar til að greiða upp kröfurnar, sem hann þá neitaði að taka við. Óskar segir að málið hafi verið leyst með svokallaðri geymslugreiðslu, sem er sérstakt úrræði samkvæmt lögum um geymslufé, og er beitt þegar greiðslu verður ekki komið til kröfuhafa af ástæðum sem hann varða.

Sigurður hefur bent skiptastjóra Fons á að hann kunni að stefna þrotabúinu fyrir dómi, vegna vinnubragða skiptastjóra. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Fons, sagðist í samtali við Morgunblaðið mundu fagna slíkri lögsókn. „Það væri þá í fyrsta skipti sem kröfuhafi sem hefði fengið kröfu sína að fullu greidda úr þrotabúi myndi freista þess að fá slíku hnekkt. Það má velta fyrir sér hvaða hagsmunir búi að baki slíkum málatilbúnaði,“ segir Óskar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK