Reiknað er með að nýtt frumvarp verði kynnt á bandaríska þinginu á morgun með nýju regluverki fyrir fjármálafyrirtæki í landinu, og eftirlit með þeim. Formaður bankamálanefndar þingsins, Chris Dodd, er sagður hafa fengið repúblikana til liðs við málið, segir í frétt Financial Times.
Alveg frá falli Lehman Brothers í september 2008 hafa bandarískir þingmenn þráttað um nýja löggjöf um starfsemi bankanna. Viðræður milli demókrata og repúblikana hafa dregist á langinn síðustu vikurnar. Frumvarpið hefur verið í smíðum um nokkurn tíma, og síðasta þegar það var lagt fram, í nóvember sl., mætti það töluverðri andstöðu innan Repúblikanaflokksins. Standa nú vonir til þess að frumvarpið komist út úr bankamálanefnd þingsins og verði afgreitt fyrir lok þessa mánaðar.
Í nýja texta frumvarpsins er Seðlabanka Bandaríkjanna ætlað stærra hlutverk en áður. Eitt mál er þó óafgreitt en það er hvernig ný löggjöf mun taka á skuldabréfavafningum, en þeir eru taldir eiga stóran þátt í hruni fjármálamarkaðarins.