Ný 2.200 blaðsíðna skýrsla um rekstur bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og ástæður fyrir falli hans kom út fyrir helgi.
Í henni eru æðstu yfirmenn bankans gagnrýndir harðlega og endurskoðendur hans sömuleiðis, en endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young sá um reikninga bankans.
Er bankinn einkum gagnrýndur fyrir að hafa notað eina tegund endurhverfra viðskipta til að færa allt að 50 milljarða dala skuldir af efnahagsreikningi sínum og þar með fela raunverulega stöðu bankans fyrir eftirlitsaðilum og matsfyrirtækjum.Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.