Ríkið skuldar 1176 milljarða

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist úr 310 milljörðum króna árið 2007 í 1176 milljarða í lok árs 2009. Heildarskuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu voru því 78% í lok árs 2009.

Fjármálaráðuneytið segir, að rekja megi stærstan hluta skuldaaukningarinnar til fjárfestingar í eignum sem standi á móti þeim skuldum. Þannig námu erlendar skuldir ríkissjóðs 356 milljörðum í loka árs 2009 en á móti þeim standi gjaldeyrisvaraforði að fjárhæð 281 milljarður. Hreinar erlendar skuldir voru því 75 milljarðar.

Þá nema skuldir vegna endurreisnar á bankakerfinu um 186 milljörðum en á móti þeim standa samsvarandi eignarhlutar og lánveitingar til bankanna.

Innlendar markaðsskuldir nema 625 milljörðum  en á móti þeim eru innstæður ríkssjóðs í Seðlabankanum að fjárhæð 164 milljarðar.
 
Ráðuneytið segir, að lausafjárstaða ríkissjóðs sé góð og voru innstæður ríkissjóðs í Seðlabankanum 164 milljarðar um síðustu áramót. Ríkissjóður geti því endurfjármagnað lán að andvirði 130 milljarðar, sem eru á gjalddaga á árinu. Fjárþörf ríkissjóðs vegna hallareksturs hafi verið fjármögnuð að fullu á innlendum skuldabréfamarkaði sem sé til marks um það traust sem fjárfestar beri til ríkisins.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka