Greining Íslandsbanka reiknar með því, að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,25-0,5 prósentur í vikunni.
Íslandsbanki vísar í Morgunkorni sínu til síðustu fundargerðar peningastefnunefndarinnar og yfirlýsingu nefndarinnarar þar sem segir, að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðni eins og spáð sé, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.
Segir Íslandsbanki, að gengi krónunnar hafi haldist nokkuð stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun bankans 27. janúar. Þótt verðbólga hafi aukist nokkuð í febrúar megi búast við því að hún verði mjög nálægt spá Seðlabankans um 7,1% verðbólgu á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þá séu verðbólguhorfur góðar og megi búast við því að verðbólgan verði í um 3% yfir þetta ár.
Íslandsbanki hafði áður spáð 0,5-1 prósentna vaxtalækkun en segist nú búast við minni vaxtalækkun vegna þess dráttar, sem hafi orðið á því að Icesave deilan á milli Breta, Hollendinga og Íslendinga leysist