Skiptastjóri Milestone sér fram á að höfði tugi dómsmála vegna þrotabús Milestone. Kröfur í bú Milestone, félag Karls og Steingríms Wernersson nema tæpum hundrað milljörðum króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Á fundi kröfuhafa í morgun var kynnt skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young. Skiptastjórinn sagðist í samtali við RÚV sjá ástæðu til að höfða um tuttugu dómsmál og til skoðunar sé hvort ástæða sé til að höfða tíu til fimmtán mál þar til viðbótar. Mörg málanna séu tilkomin vegna riftunarmála og endurgreiðslu á lánum en einnig sé fyrirséð að komin séu upp mál sem geti varðað ábyrgð stjórnenda.
Milestone átti hlut í fyrrum Glitni, sem Íslandsbanki er nú reistur á, og er Glitnir langstærsti kröfuhafinn. Aðrir stórir kröfuhafar eru m.a. Landsbankinn, Byr og lífeyrissjóðirnir. Þar á meðal Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Samkvæmt fréttum RÚV sjá margir þeirra fram á að tapa stórum hluta krafna sinna.