Aukin bílasala í Evrópu

Reuters

Sala á nýj­um bíl­um jókst um 3,2% í Evr­ópu í fe­brú­ar sam­an­borið við fe­brú­ar í fyrra. Hins veg­ar dróst sal­an sam­an um 29,8% í Þýskalandi enda ekki leng­ur í boði að fá greitt end­ur­vinnslu­gjald fyr­ir gamla bíl­inn líkt og boðið var upp á eft­ir að krepp­an skall á. Var það gert til þess að auka eft­ir­spurn eft­ir nýj­um bíl­um.

Hins veg­ar jókst sala á nýj­um bíl­um um 26,4% í Bretlandi, 18,2% í Frakklandi, 20,6% á Ítal­íu og 47% á Spáni. En rekja má aukn­ing­una til úrræða sem stjórn­völd í ríkj­un­um bjóða al­menn­ingi upp á í þeim til­gangi að auka neyslu á nýj­an leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK