Deutsche Bank AG, stærsti banki Þýskalands, tilkynnti í dag að laun og aðrar greiðslur, sem helstu stjórnendur bankans fengu á síðasta ári, hefðu verið 9 sinnum hærri en árið 2008.
Josef Ackermann, forstjóri bankans, fékk nærri 9,6 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 1,6 milljarða króna, fyrir vinnuframlag sitt. Hagnaður af rekstri bankans nam 5 milljörðum evra á síðasta ári samanborið við 3,9 milljarða evra tap árið á undan.
Deutsche Bank sagðist hafa greitt um 39 milljónir evra til átta æðstu stjórnenda bankans á síðasta ári. Samsvararndi greiðslur námu 4,5 millónum evra árið 2008.