Bónusar stjórnenda Deutsche Bank snarhækka

Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank.
Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank. AP

Deutsche Bank AG, stærsti banki Þýskalands, tilkynnti í dag að laun og aðrar greiðslur, sem helstu stjórnendur bankans fengu á síðasta ári, hefðu verið 9 sinnum hærri en árið 2008.

Josef Ackermann, forstjóri bankans, fékk nærri 9,6 milljónir evra, jafnvirði  rúmlega 1,6 milljarða króna, fyrir vinnuframlag sitt. Hagnaður af rekstri bankans nam 5 milljörðum evra á síðasta ári samanborið við 3,9 milljarða evra tap árið á undan.

Deutsche Bank sagðist hafa greitt um 39 milljónir evra til átta æðstu stjórnenda bankans á síðasta ári. Samsvararndi greiðslur námu 4,5 millónum evra árið 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK