Hráolíuverð enn á niðurleið

STRINGER SHANGHAI

Verð á hráolíu hélt áfram að lækka í rafrænum viðskiptum í Asíu í morgun og er tunnan komin niður fyrir 80 dali. Skýrist verðlækkunin af háu gengi Bandaríkjadals og minni eftirspurnar eftir hráolíu í Bandaríkjunum heldur en væntingar voru um, að sögn sérfræðinga. Ekkert ríki í heimi notar jafn mikið af orku og Bandaríkin.

Verð á hráolíu á NYMEX-markaðnum í New York lækkaði um 13 sent og er 79,67 dalir tunnan.

Í Lundúnum lækkaði Brent Norðursjávarolía til afhendingar í apríl um 17 sent og er 77,74 dalir tunnan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK