Kína vöruðu Google aftur við því að fari leitarvélarisinn ekki að kínverskum lögum, verði síðunni lokað.
Engin niðurstaða hefur enn fengist í viðræðum aðilanna um ritskoðun sem er mjög ströng í Kína. Viðskiptaráðherra Kína sagðist vonast til þess að Google-menn færu að lögum, hvort sem niðurstaðan yrði sú að þeir færu eða ekki.
Síðustu tvo mánuði hefur lítið gerst í málum Kína og Google og viðræður verið í pattstöðu. Google vill geta boðið hinum 380 milljón internetnotendum í Kína aðgang að óritskoðuðu efni. Kínverjar hafa hins vegar fyrirskipað internetþjónustuaðilum að loka á síður, myndir og orð sem ekki þykja við hæfi þar. Lokað er á síðurnar Facebook, Twitter og Youtube í Kína sem notar nokkurs konar eldvegg til að sía út efni að utan sem er ekki talið við hæfi.
Google segir áhrif af Kína á tekjur enn sem komið
hverfandi. Hins vegar tóku hlutabréf í kínversku leitarvélinni Baidu stökk í
dag vegna óvissunnar um hvort Google yrði áfram í Kína.