Lífeyrissjóðirnir kaupa ríkisskuldabréf fyrir tugi milljarða

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Frá því í september 2009 til janúarmánaðar í ár hafa sjóðir og bankainnstæður lífeyrissjóðanna minnkað um ein 12,9 prósent á meðan eign í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum hefur aukist umtalsvert.

Þegar tekið hefur verið tillit til verðhækkana á skuldabréfum á þessu tímabili er ljóst að lífeyrissjóðirnir hafa keypt ríkisskuldabréf fyrir um 32,6 milljarða króna og íbúðabréf fyrir um 17,9 milljarða. Á sama tíma hafa sjóðir og bankainnstæður minnkað um 22,1 milljarð.

Hvað sem öðru líður þýðir þetta að lífeyrissjóðirnir hafa undanfarna mánuði fjármagnað að hluta skuldasöfnun ríkisins og þar með aukið hlut óverðtryggðra eigna í eignasöfnum sínum. Gera lífeyrissjóðirnir því væntanlega ráð fyrir því að takast muni að halda verðbólgu í skefjum á næstu árum.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK