Stjórn HB Granda leggur til að greiddur verði 12% arður á þessu ári af nafnverði hlutafjár, samtals um 204 milljónir kóna eða 8,7% af hagnaði ársins. Hagnaður af rekstri félagsins nam 13 milljónum evra, um 2,2 milljörðum króna.
Fram kemur í ársreikningi HB Granda, sem birtur var í gær, að laun Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra, námu á síðasta ári 160 þúsund evrum, jafnvirði 27,6 milljóna króna eða 2,3 milljónum króna á mánuði að jafnaði miðað við núverandi gengi evru. Laun fimm millistjórnenda námu samtals 391 þúsund evrum, jafnvirði 67,5 milljónum króna eða að jafnaði rúmlega 1,1 milljón króna á mánuði.
Laun Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns, námu 14 þúsund evrum, 2,4 milljónum króna. Fjórir stjórnarmenn, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Ólafur Ólafsson og Hjörleifur Jakobsson, fengu 5 þúsund evrur hver, 864 þúsund krónur.