Stýrivextir verða 9%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,75%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 9%, en það eru þeir vextir sem yfirleitt eru nefndir stýrivextir, og daglánavextir í 10,5%.

Spár greiningardeilda hljóðuðu upp á 0,25-0,5 prósenta lækkun stýrivaxta nú. Greining Íslandsbanka spáði því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands myndi lækka stýrivexti um 0,25-0,5 prósent. Greiningardeild MP banka spáði 0,25 prósentustig lækkun og IFS Greining spáði lækkun upp á 0,50 prósentur. 

Rökin fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar verða kynnt fyrir fréttamönnum og sérfræðingum á markaði klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum á vef Seðlabanka Íslands.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er þann 5. maí nk. Þá gefur bankinn einnig út Peningamál. 

Vextir Seðlabankans lækkuðu þann 27. janúar um 0,5 prósentur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK