Norskir viðskiptamiðlar fjalla í dag um það að Bjørn Richard Johansen hafi haft góð laun þegar hann starfaði sem samskiptastjóri Glitnis. Námu árslaun hans 16,1 milljón norskra króna, jafnvirði tæplega 350 milljóna á núverandi gengi.
Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv hefur eftir Johansen, að hann hafi verið samskiptastjóri og borið ábyrgð á samskiptum bankans í 14 löndum. Hann hafi formlega starfað hjá Glitni Norge en unnið fyrir alla Glitnis-samsteypuna.
Johansen segist hafa staðið við sínar skuldbindingar gagnvart Glitni og bankinn hafi staðið við sitt gagnvart honum en að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig.
Eftir að Glitnir féll haustið 2008 starfaði Johansen tímabundið sem ráðgjafi hjá íslenska forsætisráðuneytinu vegna samskipta við erlenda fjölmiðla. Hann stofnaði á síðasta ári almannatengslafyrirtækið First House ásamt fleiri kunnum almannatenglum í Noregi.
SpareBank1 sparisjóðasambandið keypti
starfsemi Glitnis í Noregi.