Góð afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Góð afkoma varð hjá Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í fyrra.
Góð afkoma varð hjá Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. í fyrra. mbl.is/hag

Ágæt af­koma var hjá Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf. á síðasta ári. Tekju­af­gang­ur af rekstri sjóðsins var 1.656 m.kr. á móti 1.225 m.kr. árið áður. Háir vext­ir á inn­lend­um markaði sem og mik­il verðbólga skýra þessa góðu af­komu en eign­ir sem sam­svara eig­in fé sjóðsins eru að mestu bundn­ar í verðtryggðum út­lán­um. Ávöxt­un á lausu fé var einnig framúrsk­ar­andi, en það var svo til allt varðveitt í Seðlabank­an­um.

Meg­in­hlut­verk sjóðsins er að tryggja sveit­ar­fé­lög­um, stofn­un­um þeirra og fyr­ir­tækj­um láns­fé á hag­stæðum kjör­um. Útborguð lang­tíma­lán á ár­inu 2009 voru 8.421 m.kr. miðað við 15.505 m.kr. á fyrra ári.

Sjóður­inn hef­ur ekki tapað út­láni frá því að hann hóf starf­semi árið 1967 og eng­in van­skil voru í árs­lok 2009. Sveit­ar­fé­lög­in bera ekki ábyrgð á skuld­bind­ing­um sjóðsins, en trygg­ing­ar fyr­ir út­lán­um hans eru í tekj­um sveit­ar­fé­laga skv. 3. mgr. 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 45/​1998, sbr. einnig reglu­gerð um trygg­ing­ar Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga í tekj­um sveit­ar­fé­lags nr. 123/​2006.

Eigið fé í árs­lok 2009 var 12.930 m.kr. á móti 11.273 m.kr. árið áður. Vegið eig­in­fjár­hlut­fall, svo­nefnt CAD-hlut­fall, var í árs­lok 2009 67% en var 57% í árs­lok 2008, en þarf að vera 8% skv. lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK