Nýtt Bónusævintýri Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson virðist vera að undirbúa nýtt Bónusævintýri - …
Jón Ásgeir Jóhannesson virðist vera að undirbúa nýtt Bónusævintýri - nú í Lundúnum mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs Group, undirbýr nú opnun þriggja lágvöruverðsverslana í London. Heitið á verkefninu er Best Price og allar líkur á að búðirnar muni bera sama nafn þótt það sé ekki endanlega frágengið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Í grein Björgvins Guðmundssonar í Viðskiptablaðinu kemur fram að hugmyndin er sú að byggja verslanirnar upp á svipaðan hátt og Bónus byrjaði á Íslandi 1989. Verið er að leita að staðsetningu fyrir verslanirnar. Það mun vera komið nokkuð langt á veg þótt leigusamningar hafi ekki enn verið undirritaðir.

Félagið Best Price Foods Limited var upphaflega stofnað í júní 2009 undir heitinu Bonus Foods Limited. Í bresku fyrirtækjaskránni er HörðurLogi Hafsteinsson skráður framkvæmdastjóri félagsins. Hann var áður starfsmaður Baugs Group og hefur starfað með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Gunnari Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, að ýmsum verkefnum í London.

Í skráningalýsingu Bonus Foods frá því í júní á síðasta ári kemur fram að heimilisfang félagsins er 413 Oxford Street. Það er sama heimilisfang og hjá JMS Partners Limited. Það félag er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gunnars Sigurðssonar og Donalds McCarthy, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins. McCarthy er forstjóri House of Fraser þar sem bæði Gunnar og Jón Ásgeir eru í stjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK