Teva sagt fá að kaupa Ratiopharm

Höfuðstöðvar Ratiopharm í Ulm í Þýskalandi.
Höfuðstöðvar Ratiopharm í Ulm í Þýskalandi.

Ludwig Merckle, eigandi þýska lyfjafyrirtækisins Ratiopharm hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegið í dag til að fjalla um sölu á fyrirtækinu. Heimildarmaður Reutersfréttastofunnar segir, að búið sé að taka ákvörðun um hvaða félag fái að kaupa þýska fyrirtækið.

Þá hefur Reuters eftir tveimur öðrum heimildarmönnum, sem sagðir eru þekkja vel til mála, að íslenska fyrirtækið Actavis sé ekki lengur inni í myndinni. Það þýðir, að valið standi milli bandaríska lyfjafyrirtækisins Pfizer og ísraelski lyfjaframleiðandans Teva. Bloomberg fréttastofan hefur eftir sínum heimildarmönnum, að Teva hafi orðið hlutskarpast í samkeppninni um þýska félagið.

Fyrirtækin þrjú skiluðu öll lokatilboðum í vikunni. Bloomberg segir, að tilboð Teva hafi hljóðað upp á 3,5 milljarða evra, jafnvirði  605 milljarða króna. Yrði það stæsta yfirtaka lyfjafyrirtækis frá því Teva yfirtók bandaríska fyrirtækið Barr árið 2008 fyrir 7,5 milljarða dala, jafnvirði 940 milljarða króna á núverandi gengi. 

Tilboð Actavis í Ratiopharm naut stuðnings Deutsche Bank, sem er stærsti lánardrottinn beggja fyrirtækjanna. Fram hefur komið, að hugmyndin með yfirtökunni var að sameina fyrirtækin, breyta stærstum hluta af skuldunum við bankann í hlutafé í eigu bankans og setja sameinað fyrirtæki síðan á hlutabréfamarkað eftir nokkur ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK