Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða

Kristín Jóhannesdóttir sat í stjórn Styrks Invest.
Kristín Jóhannesdóttir sat í stjórn Styrks Invest. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lýst­ar kröf­ur í þrota­bú Styrks In­vest nema 47,6 millj­örðum króna. Búið er eigna­laust og raun­ar átti það í erfiðleik­um með að greiða trygg­ingu fyr­ir skipta­kostnaði til að geta óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um. Trygg­ing­in kost­ar 250 þúsund krón­ur. Þetta kem­ur fram á vef Viðskipta­blaðsins.

Styrk­ur In­vest átti tæp­an 40% hlut í FL Group. Fé­lagið sendi Lands­bank­an­um bréf í mars á síðasta ári þar sem kem­ur fram að hand­bært fé fé­lags­ins sé upp­urið og það geti þess vegna ekki greitt trygg­ingu fyr­ir skipta­kostnaði. Und­ir bréfið skrifuðu Ein­ar Þór Sverris­son, Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir og Þórður Boga­son. Fé­lagið greiddi þessa trygg­ingu síðan í sept­em­ber.

Frétt Viðskipta­blaðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK