Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða

Kristín Jóhannesdóttir sat í stjórn Styrks Invest.
Kristín Jóhannesdóttir sat í stjórn Styrks Invest. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lýstar kröfur í þrotabú Styrks Invest nema 47,6 milljörðum króna. Búið er eignalaust og raunar átti það í erfiðleikum með að greiða tryggingu fyrir skiptakostnaði til að geta óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Tryggingin kostar 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Styrkur Invest átti tæpan 40% hlut í FL Group. Félagið sendi Landsbankanum bréf í mars á síðasta ári þar sem kemur fram að handbært fé félagsins sé uppurið og það geti þess vegna ekki greitt tryggingu fyrir skiptakostnaði. Undir bréfið skrifuðu Einar Þór Sverrisson, Kristín Jóhannesdóttir og Þórður Bogason. Félagið greiddi þessa tryggingu síðan í september.

Frétt Viðskiptablaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK