Skilanefnd Kaupþings hefur tekið rúmlega 20 félög og félagasamstæður í þekktum skattaskjólum til sérstakrar athugunar vegna tugmilljarða viðskipta þeirra við gamla Kaupþing. Fjöldi félaga innan hverrar samstæðu er á bilinu tvö til 250 og eru þau staðsett á Bresku Jómfrúareyjum, Ermasundseyjum, á Kýpur, í Panama og Lúxemborg. Eigendur margra þeirra eru Íslendingar búsettir erlendis.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að lánum til tengdra aðila og stærri viðskiptavina bankans, óreglulegum viðskiptum og viðskiptum við eða í gegnum dótturfélög erlendis.