Tap OR 2,5 milljarður króna

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Tap Orku­veitu Reykja­vík­ur nam 2,5 millj­örðum króna á síðasta ári en árið 2008 nam tap fé­lags­ins 73 millj­örðum króna. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir, skatta og fjár­magnsliði (EBITDA) var 13 millj­arðar króna á síðasta ári en var 11,7 millj­arðar króna árið 2008.

Hag­stæð þróun ál­verðs skipt­ir miklu

Hagnaður af rekstri OR síðustu þrjá mánuði árs­ins nam um 8,8 millj­örðum króna. Hag­stæð þróun ál­verðs veld­ur þar miklu, sam­kvæmt því sem kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Seg­ir þar að tapið skýrist að mestu af 7,6% veik­ingu krón­unn­ar frá upp­hafi til loka árs 2009. Frá árs­byrj­un 2010 hef­ur gengi krón­unn­ar styrkst um 2,5% og bæt­ir það eig­in­fjár­stöðu OR. Þá hef­ur inn­byrðis þróun evru og Banda­ríkja­dals frá ára­mót­um verið fyr­ir­tæk­inu hag­felld. Veik­ing evru hef­ur lækkað skuld­ir og styrk­ing banda­ríkja­dals aukið tekj­ur og verðmæti lang­tíma orku­sölu­sölu­samn­inga, sem all­ir eru í þeirri mynt. Þá er ál­verð nú mun hærra en gert var ráð fyr­ir í áætl­un­um OR.

Bók­færðar eign­ir námu um ára­mót 282 millj­örðum króna og skuld­ir 241 millj­örðum króna. Fram kem­ur í skýr­ing­um með árs­reikn­ingi OR að verðmæti þeirra raf­orku­sölu­samn­inga til stór­not­enda, sem Orku­veita Reykja­vík­ur hef­ur gert, nemi 181 millj­arði króna.

Í rekstr­ar­reikn­ingi OR fyr­ir síðasta ár er færð tekju­skatt­seign sem nem­ur tæp­um 1,2 millj­örðum króna. Vegna óvissu um mögu­leika fyr­ir­tæk­is­ins til að nýta inn­eign­ina, á móti framtíðar­hagnaði, var hún lækkuð í varúðarskyni um 4,4 millj­arða, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Óvissa um þróun á framtíðar­gengi ís­lensku krón­unn­ar veld­ur þar mestu. Tekju­skatt­seign­in myndaðist við hrun krón­unn­ar á ár­inu 2008. Ef ekki hefði komið til þess­ar­ar varúðarfærslu hefði niðurstaða árs­ins orðið já­kvæð um 1,9 millj­arða króna.

Ekki ráðist í bygg­ingu Hvera­hlíðar­virkj­un­ar nema samn­ing­ar ná­ist

„Nú standa yfir form­leg­ar viðræður við tvo aðila um gerð lang­tíma­samn­inga um orku­kaup. Það er vegna fyr­ir­hugaðs ál­vers í Helgu­vík, ann­ars veg­ar, og áformaðrar kís­il- og sól­arkís­il­verk­smiðju í Þor­láks­höfn hins­veg­ar. Tak­ist samn­ing­ar mun OR ráðast í smíði Hvera­hlíðar­virkj­un­ar. Afl henn­ar er áætlað 90 mega­vött, en ekki verður ráðist í bygg­ingu henn­ar fyrr en fjár­mögn­un verður að fullu lokið. Mati á um­hverf­isáhrif­um vegna henn­ar er lokið og góð sátt rík­ir um bygg­ingu henn­ar.

OR hef­ur varið tals­verðum fjár­mun­um í und­ir­bún­ing virkj­un­ar­inn­ar. Rann­sókn­ar­bor­an­ir und­ir Hvera­hlíð, sem er sunn­an þjóðveg­ar­ins yfir Hell­is­heiði, hafa gefið góða raun og er þar m.a. ein­hver öfl­ug­asta bor­hola, sem boruð hef­ur verið hér á landi og jafn­vel þótt víðar væri leitað," seg­ir í til­kynn­ingu OR.

Hér er hægt að lesa nán­ar um af­komu og verk­efni OR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK