Breska dagblaðið Telegraph fjallar um fyrirætlanir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að hefja verslunarrekstur í Bretlandi á ný, í dag. Þar segir að Jón Ásgeir fyrrum stjórnarformaður Baugs sem varð gjaldþrota sé að undirbúa endurkomu í breskan verslunarrekstur, nú með keðju lágvöruverðsverslana undir heitinu Best Price.
Fjallað var um nýtt Bónusævintýri Jóns Ásgeirs í Viðskiptablaðinu í gær. Jón Ásgeir bar þá frétt hins vegar til baka í fréttum Bylgjunnar í gær.
Telegraph fer yfir sögu Baugs í Bretlandi frá árinu 2001 og hvaða verslanir hafi verið í eigu fyrirtækisins. Segir blaðið að lítið hafi farið fyrir Jóni Ásgeiri frá gjaldþroti Baugs fyrir ári síðan en um gjaldþrot upp á 1 milljarð punda, 193 milljarða króna hafi verið að ræða. Segir í Telegraph að rekstur Baugs hafi byggt á lánsfé frá íslensku bönkunum en sú uppspretta hefði þornað upp þegar íslensku bankarnir fóru í þrot í október 2008.
Hefur Telegraph eftir einum breskum smásala að Jón Ásgeir séu með Best Price að líkja eftir verslunarkeðjunni Kwik Save.