99,9% krafna töpuðust

Icarus átti m.a. hlut í Glitni.
Icarus átti m.a. hlut í Glitni. BOB STRONG

Aðeins fundust tæplega þrjátíu milljónir króna upp í 42 milljarða kröfur í Icarus Invest, eitt eignarhaldsfélaga Nóatúnsfjölskyldunnar, sem nú er gjaldþrota. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Lánardrottnar þurfa að sjá á bak 99,99 % krafna sinna í Icarus Invest. Félagið, sem áður hét Saxbygg Invest, hélt utan um eignarhlut fjölskyldunnar í Glitni og Landsbankanum.

Börn Jóns Júlíussonar seldu Nóatún fyrir tíu árum og var fjölskyldan umsvifamikil í viðskiptalífinu fyrir hrun. Fyrirtæki þeirra hét lengst af Saxhóll, en hefur nú fengið nafnið Heiðarsól. Það á samkvæmt hlutafélagaskrá, fimm fyrirtæki að fullu og hluti í öðrum fimm. Þar á meðal 7,5 % í Byr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK