10,2 milljarða tap Skipta

Bók­fært tap Skipta, móður­fé­lags Sím­ans, á síðasta ári nam 10,2 millj­örðum króna sam­an­borið við 6,4 millj­arða tap á ár­inu 2008. Seg­ir fé­lagið að tapið skýrist einkum af virðisrýrn­un óefn­is­legra eigna, sem nam 7,3 millj­örðum króna, og geng­isþróun ís­lensku krón­unn­ar.

Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði nam 8,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 9 millj­arða árið áður.   Hand­bært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 9,1 millj­arði króna, sam­an­borið við 10,1 millj­arð árið áður. Eft­ir vexti og skatta nam hand­bært fé frá rekstri 6,9 millj­örðum króna. 

Sala jókst um 2% frá fyrra ári, nam 39,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 39 millj­arða árið áður.

Brynj­ólf­ur Bjarna­son, for­stjóri Skipta, seg­ir í til­kynn­ingu að gert sé ráð fyr­ir að  aðstæður verði áfram erfiðar á þessu ári en fyr­ir­tækið telji að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til geri Skipti vel í stakk búin til að tak­ast á við þær aðstæður. 

Til­kynn­ing Skipta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka