10,2 milljarða tap Skipta

Bókfært tap Skipta, móðurfélags Símans, á síðasta ári nam 10,2 milljörðum króna samanborið við 6,4 milljarða tap á árinu 2008. Segir félagið að tapið skýrist einkum af virðisrýrnun óefnislegra eigna, sem nam 7,3 milljörðum króna, og gengisþróun íslensku krónunnar.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,7 milljörðum króna samanborið við 9 milljarða árið áður.   Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 9,1 milljarði króna, samanborið við 10,1 milljarð árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 6,9 milljörðum króna. 

Sala jókst um 2% frá fyrra ári, nam 39,7 milljörðum króna samanborið við 39 milljarða árið áður.

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segir í tilkynningu að gert sé ráð fyrir að  aðstæður verði áfram erfiðar á þessu ári en fyrirtækið telji að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til geri Skipti vel í stakk búin til að takast á við þær aðstæður. 

Tilkynning Skipta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK