AGS varar við aukningu skulda hins opinbera

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (AGS) ráðgerir að meðaltal heildarskulda ríkja heimsins rísi í 110% í lok árs 2014. Sama meðaltal var 75% í lok árs 2007.

Um er að ræða brúttóskuldir, þar sem ekki er tekið tillit til eigna á móti. Þetta kom fram í erindi John Lipsky, eins af æðstu stjórnendum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hann hélt í Peking í gær.

Lipsky sagði að eðlilegt væri að ríkisstjórnir veittu fjármagni inn í hagkerfið á krepputímum til að smyrja hjól atvinnulífsins. Hins vegar væri skuldasöfnun vegna slíkra aðgerða aðeins að meðaltali tíundi hluti þess fjárlagahalla sem stækkaði nú ár frá ári í stærstu hagkerfum heimsins.

Því væri ekki nóg að draga úr efnahagsaðgerðum vegna kreppunnar til að ná stjórn á ríkisfjármálum, heldur þyrfti einnig að endurskoða útgjaldastefnuna til lengri tíma. Nefndi hann sérstaklega eftirlauna- og heilbrigðismál í því samhengi.

 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK