Fjármálaeftirlitið (FME) hefur til rannsóknar brot gömlu bankanna á reglum um stórar áhættuskuldbindingar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mörg dæmi þess efnis á borði FME að bankarnir hafi beitt ýmsum aðferðum til að fara í kringum reglurnar, sem kveða á um að áhætta banka gagnvart einstökum viðskiptavini megi ekki fara yfir 25% af eigin fé bankans.
Stór áhættuskuldbinding er jafnframt skilgreind sem 10% af eigin fé. Samanlögð áhætta stórra áhættuskuldbindinga má samkvæmt reglunum ekki fara yfir 800% af eigin fé.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.