Kauphöllin gagnrýnir fyrir hugaða breytingu hjá Bakkavör

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör á sínum tíma
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör á sínum tíma Brynjar Gauti

Lagt verður til á hluthafafundi Bakkavarar Group þann 26. mars nk. að félaginu verði breytt í einkahlutafélag og það afskráð úr Kauphöllinni. Kauphöllin er ekki sátt við þessa fyrirhuguðu breytingu og segir að ef Bakkavör verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutfélag áður en hlutabréf þess eru afskráð, þá verði það tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins enda um brot að ræða.

Um félög sem fengið hafa hlutabréf sín tekin til viðskipta í kauphöll gilda sérstakar reglur sem leggja slíkum félögum á herðar ýmsar skyldur umfram önnur félög.

Þegar félag er orðið einkahlutafélag eru hlutir þess ekki lengur tækir til viðskipta í kauphöll. Því telur Kauphölllin að breyting Bakkavarar Group hf. úr hlutafélagi í einkahlutafélag geti ekki átt sér stað fyrr en að lokinni töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum í kauphöll.

Sjá nánar hér 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK