Halli á rekstri ríkissjóðs

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir janúar er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 13 milljarða króna sem er tæplega 29 milljörðum lakari útkoma en árið 2009. Tekjur reyndust 27,6 milljörðum minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 3,8 milljarða.

Tekjur rríkissjóðs í janúar voru 27,6 milljarðar samkvæmt þessu bráðabirgðauppgjöri. Fjármálaráðuneytið segir, að  ekki sé lengur hið mikla innstreymi tekna af fjármagnstekjuskatti sem verið hafi í janúarmánuði undanfarin ár. Ástæðan sé kerfisbreyting, sem gerð var á síðasta ári þegar gjalddögum var fjölgað og skilum skattsins þannig flýtt.

Tekjur ríkissjóðs hafa verið yfir 50 milljarðar í janúarmánuði undanfarin þrjú ár og fjármagnstekjuskatturinn þar af yfir 20 milljarðar.

Greidd gjöld námu 42,7 milljörðum og jukust um 3,8 milljarða frá fyrra ári, eða um 9,7%. Milli ára hækkuðu útgjöld almennrar opinberrar þjónustu mest eða um 3,8 milljarða þar sem vaxtagjöld ríkissjóðs skýra 3,5 milljarða.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK