Segir stóriðjuna borga meira

Álver Norðuráls í Hvalfirði.
Álver Norðuráls í Hvalfirði. Árni Sæberg

Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls, segir að álframleiðendur á Íslandi borgi meira fyrir raforkuna en almenningur, að teknu tilliti til nýtingarhlutfalls.

Þetta kom fram á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs á Grand Hótel í dag.

Ragnar segir að nýting álframleiðenda á raforku hérlendis sé yfir 99%, á sama tíma og venjubundið nýtingarhlutfall heimila og annarra liggi á bilinu 50-60%. Þetta er mat ráðgjafafyrirtækis sem Norðurál réð til þess að kanna málið. „Þessir útreikningar koma hvorki frá okkur eða öðrum stóriðjufyrirtækjum. En þeir sýna fram á að teknu tilliti til nýtingarhlutfalls, þá virðist vera sem álver á Íslandi séu að borga hærra raforkuverð en almenningur, miðað við þær aðstæður sem eru núna uppi," segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið. 

„Það er sem mikilvægt að hugsa um þessu samhengi, er að fjárfestingin er fyrir hendi. Fjármagnskostnaður eigenda þeirra sem selja raforku er óháður því hvernig kaupendur raforku nýta hana. Ég tel að stóriðjufyrirtækin séu að borga hærra verð en aðrir sé litið á málið frá þessum sjónarhóli. Söluverð er auðvitað mismunandi eftir orkufyrirtækjum, en ef við horfum á rekstur Landsvirkjunar er hann að ganga mjög vel," segir Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK