Segir stóriðjuna borga meira

Álver Norðuráls í Hvalfirði.
Álver Norðuráls í Hvalfirði. Árni Sæberg

Ragn­ar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Norðuráls, seg­ir að álfram­leiðend­ur á Íslandi borgi meira fyr­ir raf­ork­una en al­menn­ing­ur, að teknu til­liti til nýt­ing­ar­hlut­falls.

Þetta kom fram á morg­un­verðar­fundi Viðskiptaráðs á Grand Hót­el í dag.

Ragn­ar seg­ir að nýt­ing álfram­leiðenda á raf­orku hér­lend­is sé yfir 99%, á sama tíma og venju­bundið nýt­ing­ar­hlut­fall heim­ila og annarra liggi á bil­inu 50-60%. Þetta er mat ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is sem Norðurál réð til þess að kanna málið. „Þess­ir út­reikn­ing­ar koma hvorki frá okk­ur eða öðrum stóriðju­fyr­ir­tækj­um. En þeir sýna fram á að teknu til­liti til nýt­ing­ar­hlut­falls, þá virðist vera sem ál­ver á Íslandi séu að borga hærra raf­orku­verð en al­menn­ing­ur, miðað við þær aðstæður sem eru núna uppi," seg­ir Ragn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið. 

„Það er sem mik­il­vægt að hugsa um þessu sam­hengi, er að fjár­fest­ing­in er fyr­ir hendi. Fjár­magns­kostnaður eig­enda þeirra sem selja raf­orku er óháður því hvernig kaup­end­ur raf­orku nýta hana. Ég tel að stóriðju­fyr­ir­tæk­in séu að borga hærra verð en aðrir sé litið á málið frá þess­um sjón­ar­hóli. Sölu­verð er auðvitað mis­mun­andi eft­ir orku­fyr­ir­tækj­um, en ef við horf­um á rekst­ur Lands­virkj­un­ar er hann að ganga mjög vel," seg­ir Ragn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK